Það er kominn hálfleikur í stórleik helgarinnar þar sem Man City er í heimsókn á Anfield og tekur á móti Liverpool.
Heimamenn eru með mjög verðskuldaða forystu í hálfleik.
Liverpool kom af miklum krafti inn í leikinn og óð í færum. Það var svo eftir 12 mínútna leik sem Mohamed Salah átti fyrirgjöf og Cody Gakpo stýrði boltanum í netið af stuttu færi.
Liverpool hefði svo sannarlega getað skorað fleiri mörk en Virgil van Dijk átti m.a. skalla í stöngina.
Leikmenn Man City voru bitlausir fram á við en Rico Lewis átti eina skot liðsins að marki en það var laust og boltinn rúllaði framhjá markinu.
Athugasemdir