Mohamed Salah og Virgil van DIjk mættu báðir í viðtal hjá Sky Sports eftir frábæra 2-0 sigur Liverpool á Manchester City á Anfield í dag, en þar skaut Salah létt á Jamie Carragher, speking Sky.
Félagarnir áttu báðir stórleik gegn Englandsmeisturunum og sáu til þess að koma liðinu í níu stiga forystu á toppnum.
Van Dijk fékk það hlutverk að afhenda Salah verðlaun fyrir besta mann leiksins og sagðist hissa á að Carragher hafi ekki mætt á staðinn til að veita Salah verðlaunin.
„Hann hefði ekki gefið mér verðlaunin!“ sagði Salah í léttu gríni.
Forsaga málsins er að Carragher gagnrýndi Salah á dögunum fyrir að mæta í viðtal eftir sigur liðsins á Southampton en þar opnaði hann sig aðeins um samningaviðræður sínar við Liverpool og að hann væri ekki kominn með tilboð.
Carragher kallaði Salah sjálfselskan og að þetta væri ekki rétti tímapunkturinn til að ræða samningamál í viðtölum. Þetta hefur greinilega verið rætt í klefa Liverpool og menn grínast með þessi orð Carragher.
Fyrrum varnarmaðurinn svaraði fyrir sig á X eftir þetta létta skot Salah.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefði ég gefið Van Dijk verðlaunin,“ sagði Carragher.
Watch out, @Carra23! ????
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 1, 2024
Mohamed Salah and Virgil van Dijk are on pundit watch ???? pic.twitter.com/ES5tNaIuyc
Athugasemdir