Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. janúar 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frenkie skiptir um skoðun varðandi Man Utd - Samkomulag við Mudryk
Powerade
Vill fara til Man Utd næsta sumar.
Vill fara til Man Utd næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Mudryk virðist á leið til Arsenal.
Mudryk virðist á leið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Badiashile gengur í raðir Chelsea.
Badiashile gengur í raðir Chelsea.
Mynd: EPA
Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir. Hér kemur annar slúðurpakki ársins á öðrum degi janúargluggans. Pakkinn er tekinn saman af BBC og er í boði Powerade.



Frenkie de Jong (25) miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins hefur skipt um skoðun varðandi Manchester United (sem hafði áhuga á honum síðasta sumar) og vill fara til félagsins í sumar. (Fichajes)

Chelsea hefur náð samkomulagi við Mónakó um kaup á varnarmanninum Benoit Badiashile (21). (The Atletic)

Man Utd og Chelsea gætu endað í stríði um hvort félagið fær Denzel Dumfries (26) bakvörð Inter í sínar raðir. (Express)

Mykhailo Mudryk (21) vængmaður Shakhtar Donetsk hefur náð samkomulagi við Arsenal um kaup og kjör. (Sport Arena)

Man Utd fylgist með þróun mála hjá franska sóknarmanninum Marcus Thuram (25) sem verður samningslaus hjá Gladbach í sumar. (Mail)

Arsenal gæti fengið Youri Tielemans (25) frá Leicester þar sem Leicester hefur boðið í miðjumanninn Azzedine Ounahi (22) sem spilar hjá Angers og vakti athygli á HM með Marokkó. (Express)

Everton hefur áhuga á því að fá Anthony Elanga (20) í sínar raðir frá Man Utd. (Football Insider)

Folarin Balogun (21) gæti farið frá Arsenal þar sem AC Milan hefur áhuga á framherjanum. Hann er núna hjá Reims á láni. (Calciomercato)

Kouadio Kone (21) miðjumaður Gladbach er á óskalista Newcastle. PSG hefur sett sig í samband við þýska félagið. (Media Foot)

Man Utd gæti leitað á markaðinn eftir nýjum varamarkverði eftir að Martin Dubravka (33) var kallaður til baka til Newcastle. (Mirror)

Arsenal hefur virkjað ákvæði í samningi Bukayo Saka (21) um árs framlengingu við enska kantmanninn. Félagið heldur áfram viðræðum sínum við leikmanninn um nýjan samning. (Mail)

Norwich ætlar að ræða við David Wagner fyrrum stjóra Huddersfield. Félagið er í stjóraleit eftir að Dean Smith var látinn fara í síðustu viku. (Telegraph)

Leeds hefur áhuga á Che Adams (26) framherja Southampton. Skotinn er sagður hafa áhuga á því að fara til Leeds. (GiveMeSport)

Southampton hefur áhuga á Terem Moffi (23) hjá Lorient og gæti það hjálpað Leeds við að fá Adams í sínar raðir. (Leeds Live)
Athugasemdir
banner
banner