Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. janúar 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Getum ekki gert þetta eins og við værum að spila Monopoly"
Mynd: EPA

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er þreyttur á spurningum um félagsskipta gluggann og segir að félagið sé ekki að spila Monopoly.


Liverpool festi kaup á hollenska sóknarmanninum Cody Gakpo á dögunum og Klopp var spurður hvort fleiri leikmenn væru á leiðinni.

„Ég hef verið hérna í meira en sjö ár og allir félagsskipta gluggarnir eru eins. Við tölum um þetta eins og peningar skipti ekki máli. Þú veist, hverjum er ekki sama? Við getum ekki bara eytt peningum. Ég vil ekki valda neinum vonbrigðum en við keyptum magnaðan leikmann í Cody Gakpo og það næsta sem þú lest er 'Hver svo?' Það er eins og við værum ekki með lið," sagði Klopp.

„Við getum ekki gert þetta eins og við værum að spila Monopoly. Við höfum aldrei gert það, ég skil þetta ekki. Auðvitað getum við ekki bara eytt og höfum aldrei getað."

Hann vill ekki gefa leikmönnum þá hugmynd að staðan þeirra hjá félaginu sé í hættu.

„Þetta er stór hluti af hugmyndafræðinni. Að hafa fulla trú á leikmönnunum sem við erum með og ekki efast um þá endalaust með því að segja þeim að við þurfum leikmann í þessa eða hina stöðuna," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner