Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 16:15
Elvar Geir Magnússon
Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum frá Póllandi í Gísla Gotta
Gísli Gottskálk Þórðarson er mjög eftirsóttur.
Gísli Gottskálk Þórðarson er mjög eftirsóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pólskir fjölmiðlar segja að Víkingur hafi hafnað tilboðum frá bæði Lech Poznan og Rakow í miðjumanninn Gísla Gottskálk Þórðarson. Gísli er mjög eftirsóttur og hefur líka verið orðaður við Legia Varsjá.

Przeglad Sportowy segir að sænska félagið Hammarby hafi einnig áhuga á Gísla ásamt félögum í Danmörku og Noregi. Í gær fjölluðum við um áhuga danska úrvalsdeildarliðsins Silkeborg.

Samkvæmt síðunni vill Víkingur fá um 500-600 þúsund evrur, 72-86 milljónir íslenskra króna, fyrir leikmanninn auk bónusgreiðslna eftir ákvæðum og greiðslu fyrir næstu sölu. Félagið hugsi sér að græða samtals milljón evrur fyrir Gísla.

Gísli Gottskálk er tvítugur og hefur verið frábær í Sambandsdeildinni og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á tímabilinu en Fótbolti.net valdi hann efnilegasta leikmann deildarinnar. Allt útlit fyrir það að hann verði seldur frá Víkingi á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner