Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
banner
   fim 01. febrúar 2024 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var alveg margt jákvætt. Mér fannst bæði lið sýna mjög gott hjarta og svona, en það voru ekki mikil gæði fótboltalega séð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tap gegn KR í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  6 KR

„Þetta var svolítill borðtennis leikur og það er leikur sem hentar þeim betur en okkur. Þetta var seinni bolta leikur og mikil læti. Mikið hjarta en lítil gæði."

Skipta úrslitin í þessari keppni miklu máli?

„Auðvitað viltu alltaf vinna. En ef sumarið endar eins og það gerði í fyrra, þá er ég alveg sáttur. Þú vilt auðvitað vinna alla leiki. Það er svolítið einstakt að vera handhafi allra titla og við klúðruðum því í kvöld."

Það var mikill hiti í leiknum. „Það var hjarta og mikil læti. Mér fannst ég vera kominn 20 ár aftur í tímann þegar ég var að spila. Það var mikil einstaklingsbarátta, kýlingar og seinni boltar. Það voru brot, og sum brot alvarlegri en önnur. Svona er þetta bara. Þetta var leikur sem hentaði okkur ekki."

Alex Þór Hauksson var í hópnum hjá KR þrátt fyrir að vera ekki skráður með leikheimild. Valdimar Þór Ingimundarson var ekki í hópnum hjá Víkingi. Hvað fannst Arnari um það?

„Valdimar má ekki spila, hann er bara ólöglegur. Og Pálmi (Rafn Arinbjörnsson) líka. Ég veit ekki hvernig staðan er með Alex. Það getur vel verið að hann sé löglegur. Ef hann er ólöglegur þá get ég lofað þér því - á meðan ég er við stjórnvölinn hjá Víkingi - að þá verður ekki kært eða gerður nokkur skapaður hlutur. KR er Reykjavíkurmeistari og það er bara þannig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner