Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. mars 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
AZ með sögulegan sigur á Ajax - Spenna í Hollandi
Mynd: Getty Images
Það er spenna í hollensku úrvalsdeildinni þar sem AZ Alkmaar vann Ajax í toppslag í gær. Leikurinn fór fram á Johan Cruijff Arena, heimavelli Ajax í Amsterdam.

AZ byrjaði leikinn vel og skoraði Myron Boadu sitt 14. deildarmark á tímabilinu eftir aðeins fjórar mínútur. Staðan var 1-0 fyrir gestina í hálfleik.

Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum tókst AZ svo að skora aftur og í þetta skiptið var það Oussama Idrissi sem skoraði.

AZ nýtti sín færi og tókst þannig að vinna leikinn. Þess ber að geta að þetta er í fyrsta sinn í sögu AZ sem liðinu tekst að vinna Ajax í báðum deildarleikjum á einu tímabili.

Þegar tíu umferðir eru eftir eru Ajax og AZ með jafnmörg stig á toppi deildarinnar, 53 talsins.

Albert Guðmundsson er á mála hjá AZ. Hann hefur verið lengi á meiðslalista AZ Alkmaar en það styttist í endurkomu hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner