Mikið hefur verið rætt og ritað um markið sem dæmt var af Everton gegn Manchester United í gær.
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að ef hann hefði starfað á leiknum hefði markið staðið.
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að ef hann hefði starfað á leiknum hefði markið staðið.
Gylfi Þór Sigurðsson var dæmdur rangstæður og markið stóð ekki en að mati Clattenburg var það rangur dómur.
Hann segir að þar sem Gylfi hafi ekki komið við boltann og útsýni David de Gea, markvarðar Man Utd, var ekki skert þá hefði markið átt að standa.
„Það var aðeins snerting frá Harry Maguire sem truflaði De Gea. Ég hefði dæmt mark," segir Clattenburg.
Dominic Calvert-Lewin hélt að hann væri að tryggja Everton 2-1 sigur en leikurinn endaði 1-1.
Sjá einnig:
Sjáðu markið sem VAR dæmdi ógilt
Keane kennir Gylfa um
De Gea segir Gylfa hafa haft áhrif
Athugasemdir