Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. mars 2024 16:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gísli og Birnir áfram í sænska bikarnum - Sonderjyske tapaði í toppbaráttuslag
Mynd: Halmstad

Halmstad er komið áfram í átta liða úrslit sænska bikarsins eftir sigur á Varnamo í dag.


Birnir Snær Ingason var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli þegar tæpur stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Gísli Eyjólfsson kom inn á sem varamaður stuttu áður.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad.

Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson voru í byrjunarliði Sonderjyske sem mistókst að koma sér á toppinn í næst efstu deild í Danmörku í dag.

Liðið tapaði 3-0 gegn Vendsyssel. Sonderjyske er með 47 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Álaborg en Vendsyssel er í þriðja sæti með 35 stig eftir sigurinn.

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar Brescia vann sterkan 4-2 sigur á Palermo í næst efstu deild á Ítalíu. Brescia er með 38 stig í 7. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner