Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. mars 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sam Hewson spilar ekki með Þrótti næsta sumar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sam Hewson hefur yfirgefið herbúðir Þróttar og mun því ekki leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.


Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar greindi frá því á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook að félagið og leikmaðurinn hafi komist að samkomulagi um starfslok.

„Hann hefur verið mikilvægur fyrir okkur, fært okkur reynslu og baráttukraft en líka glímt við meiðsli á löngum köflum. Ákvörðun um starfslok er sameiginleg og við þökkum Sam fyrir hans framlag til Þróttar og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Kristján í yfirlýsingunni á stuðningsmannasíðu Þróttar.

Sam Hewson er 35 ára gamall en hann kom fyrst hingað til lands árið 2011 og gekk til liðs við Fram. Hann hefur einnig spilað með FH, Grindavík, Fylki og Þrótti.


Athugasemdir
banner
banner
banner