Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   mið 02. apríl 2025 16:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
'Mikill heiður og viðurkenning'
'Mikill heiður og viðurkenning'
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Besti leikmaður Íslandsmótsins 2024.
Besti leikmaður Íslandsmótsins 2024.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag eftir kynningarfund Bestu deildarinnar í dag. Höskuldur varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í annað sinn síðasta haust og lagði norska félagið Brann fram tilboð í hann í febrúar.

Breiðablik samþykkti ekki tilboðið og Höskuldur fór því hvergi. Hann var spurður út í áhuga Íslendingaliðsins Brann en þjálfari liðsins er Freyr Alexandersson.

Var spennandi að það kom tilboð frá Noregi?

„Auðvitað var það spennandi og mikill heiður. Það kemur óvænt upp að topp 5-10 klúbbur í Skandinavíu sýni verðandi 31 árs gömlum krullhaus hérna á Íslandi áhuga. Það er mikil viðurkenning fyrir mig, mitt getustig og framlag síðasta tímabil og undanfarin tímabil. Ég tek það bara með mér inn í þetta tímabil sem eldmóð, góða viðurkenningu og pepp," segir Höskuldur sem verður 31 árs í september.

Hvernig var fyrir þig að Breiðablik segir nei við tilboðinu?

„Án þess að fara í smáatriði þá var mjög gott samtal milli mín og klúbbsins, þetta gert í samráði. Ég er orðinn fullorðinn maður, með stórt og mikið líf bæði utan fótboltans og hjá Breiðabliki. Málin voru rædd af yfirvegun og ekkert kurr, gremja eða neitt slíkt. Við vorum allir á sömu blaðsíðu með þetta mál sem kom upp. Nú er bara áfram veginn og allir helpeppaðir fyrir '25 tímabilinu hjá Breiðabliki."

Þú ert búinn að verða Íslandsmeistari tvisvar, hugsaðirðu ekkert að þetta væri núna eða aldrei að fara í þetta risaævintýri?

„Það er alveg langt á milli þess að áhugi verði að samningsviðræðum og slíkt. Þetta fór aldrei svo langt. Auðvitað var þetta eitthvað sem ég vildi rýna og skoða vel, gera upp á milli. Ég er mjög sáttur með þann stað sem ég er á í dag og helpeppaður fyrir komandi tímum."

Viðtalið við Höskuld er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner