
„Bara ákveðin vonbrigði,“ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 tap gegn Þór/KA í Pepsi deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 0 Breiðablik
„Vorum að skapa fínt í fyrri hálfleik, fengum fín færi, mjög góð færi en vorum ekki að nýta þau til að jafna leikinn. Í seinni hálfleik var þetta kannski meiri stöðubarátta og læti, við náðum ekki að halda boltanum nógu vel og vorum of mikið að þvinga hann í gegnum miðjuna. Þannig það var svolítið lokað þar og við fórum ekki nógu mikið utanvert á þær.“
„Við fáum færi til að skora, og fótbolti snýst náttúrlega um að skora mörk. Þú þarft að nýta færið sem þú færð.“ „Við verðum náttúrlega bara hundfúl á leiðinni heim í kvöld en síðan þurfum við bara að byrja að undirbúa okkur undir næsta leik og vera klár í hann, og taka hann.“
Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir