Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. júní 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki sýnt okkur ennþá að hann sé nægilega góður fyrir þessa deild"
Dino Hodzic
Dino Hodzic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær
Árni Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frammistaða Dino Hodzic í marki ÍA í síðustu leikjum var til umræðu í Innkastinu.

Hodzic hefur varið mark ÍA í undanförnum leikjum eftir að Árni Snær Ólafsson sleit hásin.

Leikur KR og ÍA var til umræðu snemma í þættinum og barst Dino til tals. Þeir Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson og Tómas Þór Þórðarson ræddu málin. KR vann leikinn, 3-1.

„Það var svolítil önnur deild í tilburðum hans í þriðja markinu," sagði Elvar. Dino varði mark Kára í 2. deildinni í fyrra.

„Líka í fyrsta markinu. Hann hefur ekki sýnt okkur ennþá að hann sé nægilega góður fyrir þessa deild. Það var alveg vitað að þetta gæti gerst, þó hann sé stór og svona þá er hann ekki einu sinni það sannfærandi í loftinu. Hann er svona 'frábær félagi', rosalega jákvæður og skemmtilegur á velli og gaman að fylgjast með honum. Það var bjargað á línu í ÍA og Breiðablik, man ekki hver það var, og þá fór Dino og kyssti þann aðila. Það var mjög skemmtilegt. En vá, þessi móttaka á boltann, greyið maðurinn," sagði Tómas.

„Það er alveg spurning um að þeir fari í að þruma boltanum upp í loftið og fram á við," sagði Gunni.

„Ég myndi bara ráðleggja Skagamönnum að sparka ekki boltanum í áttina að honum, allavega ekki á móti liðum sem pressa," sagði Tómas.

„EL CAPITAN ÓSKAR ÖRN HAUKSSON. Óskar Örn fær boltann eftir slæm mistök Dino í marki ÍA og á ekki í vandræðum með að setja mark," skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í textalýsingu frá leiknum.

Markið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræðan um KR-ÍA var fyrsta mál á dagskrá í Innkastinu sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér neðst í fréttinni.


Innkastið - Heitt í hamsi í Pepsi Max og ljótt orð í landsleik
Athugasemdir
banner
banner
banner