fim 02. júlí 2020 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Á þessu augnabliki var leikurinn búinn
Mourinho gefur leikmönnum sínum leiðbeiningar.
Mourinho gefur leikmönnum sínum leiðbeiningar.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir leikmenn sína skorta andlegan styrk.

Tottenham tapaði 3-1 fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Stuttu eftir að Sheffield United komst í 1-0, þá jafnaði Harry Kane. Markið var hins vegar dæmt af eftir VAR skoðun.

„Miðað við það hvar fótboltinn er staddur á þessu augnabliki, þá gat ég trúað þessu," sagði Mourinho um markið sem var dæmt af.

„Á þessu augnabliki var leikurinn búinn. Í seinni hálfleiknum voru leikmennirnir mínir ekki nægilega andlega sterkir eftir þessi vonbrigði. Þeir þurfa að vera það. Í seinni hálfleiknum reyndum við, en það vantaði alla þrá og trú á því að við myndum breyta leiknum," sagði Portúgalinn jafnframt.

VAR maðurinn falinn á skrifstofu
Mourinho gagnrýndi auðvitað VAR. „Ég get ekki sagt það sem ég vil því þá fer ég í bann," sagði Mourinho við Sky Sports. „Dómarinn er falinn á einhverri skrifstofu, maðurinn á vellinum tekur ekki ákvarðanirnar. Maðurinn á skrifstofunni tekur ákvarðanirnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner