Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, segir að ákvörðunin um að taka mark af Tottenham í 3-1 tapinu gegn Sheffield United sé ein versta ákvörðun sem hann hafi séð tekna.
Stuttu eftir að Sander Berge kom Sheffield United yfir í fyrri hálfleik jafnaði Harry Kane fyrir Tottenham. arkið var hins vegar dæmt af eftir VAR-skoðun.
Það var metið þannig að boltinn fór í hægri hönd Lucas Moura í aðdragandanum. John Egan, varnarmaður Sheffield United, sparkaði boltanum í höndina á Moura og markið dæmt af. Tottenham-menn mjög pirraðir á dómnum.
Atvikið má sjá hérna.
Redknapp, sem er fyrrum leikmaður Tottenham, var ekki sáttur með dóminn og sagði: „Þetta er ein versta ákvörðun sem ég hef séð. Ég skil að þetta er í fótboltalögunum, en þú verður að sýna því skilning að þegar brotið er á leikmanni og hann felldur, þá verður hann að setja hendurnar undir sig."
„Þetta er hræðileg ákvörðun. Þetta er að eyðileggja fótboltann, ákvarðanir sem þessar."
Athugasemdir