fim 02. júlí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndum lekið af Sane í treyju Bayern - Félagið biðst afsökunar
Sane er að ganga í raðir Bayern München.
Sane er að ganga í raðir Bayern München.
Mynd: Getty Images
Fyrr í kvöld var myndum af Leroy Sane, leikmanni Manchester City, í treyju Bayern München lekið.

Það er ekkert leyndarmál að þýski landsliðsmaðurinn sé að ganga í raðir þýska stórveldisins., en enn er ekki búið að staðfesta skiptin.

Bayern hefur beðið Man City afsökunar á því að myndunum var lekið.

Sane er sagður skrifa undir fimm ára samning við Bayern og mun hann kosta á bilinu 45-55 milljónir punda. Sane er 24 ára og hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Hann er þó orðinn heill heilsu núna.

„Hann vildi fara. Fólk ræður yfir sínu lífi og hann vildi færa sig um set. Ég hefði viljað hafa hann áfram en hann telur að hann verði betri og ánægðari í Bayern," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City, um Sane fyrr í þessari viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner