Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 02. júlí 2021 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vesen í franska hópnum: Afbrýðisemi Mbappe
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Griezmann skoraði gegn Ungverjalandi.
Griezmann skoraði gegn Ungverjalandi.
Mynd: EPA
Frakkland féll óvænt úr leik á EM gegn Sviss í 16-liða úrslitunum. Heimsmeistararnir töpuðu í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppninni.

Eftir þetta súra tap hefur verið fjallað um að ósætti, bæði í leikmannahópnum og foreldrahópnum.

Talað er um það í frönskum fjölmiðlum að liðsheildin hafi ekki verið sú sama og áður fyrr. The Athletic segir að leikmenn hafi verið ósáttir við hótelið sem þeir voru á í Búdapest og ákveðnir leikmenn hafi viljað meiri lúxus.

Franska íþróttablaðið L’Equipe greinir frá því að það hafi verið stirt á milli Antoine Griezmann og Kylian Mbappe, stjörnuleikmanna Frakklands.

Mbappe, sem klúðraði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni gegn Sviss, er sagður afbrýðisamur út Griezmann og það traust sem hann fær frá þjálfaranum, Didier Deschamps. Griezmann er vel liðinn í hópnum og Mbappe er afbrýðisamur.

Það er sagt að einbeiting Mbappe hafi meira verið á Griezmann en hans eigin frammistöðu. Mbappe átti ekki gott mót og skoraði hann ekki eitt mark.

Mbappe og Griezmann voru ósammála um endurkomu Karim Benzema í liðið. Mbappe vildi fá Benzema inn, en Griezmann vildi það ekki þar sem hlutverk hans breyttist við það.

Fram kemur á Football Espana að Mbappe sé búinn að þróa með sér stórt egó á þeim þremur árum sem liðin eru frá því Frakkland vann HM, það sé erfitt að ráða við hann. Mbappe er aðeins 22 ára gamall.

Átta-liða úrslitin á EM hefjast í dag en þar er Frakkland ekki.
Athugasemdir
banner
banner