Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 18:33
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Kría tapaði á Ísafirði - Stórsigur Samherja
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Það fóru tveir leikir fram í 4. deildinni í dag þar sem Hörður vann Kríu óvænt á Ísafirði á meðan Samherjar rúlluðu yfir Mána.


Hörður er með 9 stig eftir sigurinn en Kría er með 12 stig og svo gott sem búið að missa af toppbaráttu A-riðils eftir þetta tap.

Í E-riðli skoraði fyrrum Einherjinn Sigurður Donys Sigurðsson í 6-2 sigri Samherja gegn Mána.

Samherjar eru þó aðeins með 8 stig eftir 8 umferðir og Máni er á botninum með eitt stig. Einherji trónir á toppinum með 22 stig eftir 8 umferðir.

Hörður Í. 2 - 1 Kría
1-0 Einar Óli Guðmundsson ('20 )
2-0 Davíð Hjaltason ('26 )
2-1 Vilhelm Bjarki Viðarsson ('27 )

Samherjar 6 - 2 Máni
1-0 Baldvin Ingvason ('22 )
2-0 Sigurður Donys Sigurðsson ('35 )
3-0 Sindri Snær Stefánsson ('39 )
3-1 Oddleifur Eiríksson ('47 )
3-2 Maríus Máni Jónsson ('48 )
4-2 Bjarmi Már Eiríksson ('54 )
5-2 Baldvin Ingvason ('56 )
6-2 Bjarmi Már Eiríksson ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner