Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Brighton vill fá Tagliafico í stað Cucurella
Nicolas Tagliafico
Nicolas Tagliafico
Mynd: Getty Images
Manchester City mun ganga frá kaupum á spænska vinstri bakverðinum Marc Cucurella á næstu dögum frá Brighton en síðarnefnda liðið er þegar byrjað að vinna í því að finna arftaka hans.

Cucurella var með bestu mönnum Brighton á síðustu leiktíð og var frammistaða hans það góð að Englandsmeistaralið Manchester City hafði samband við umboðsmann hans.

Félögin eru við það að ná samkomulagi um kaupverð en talið er að City greiði 50 milljónir punda fyrir Spánverjann.

Brighton er byrjað að líta í kringum sig til að finna arftaka Cucurella en argentínski bakvörðurinn Nicolas Tagliafico er ofarlega á listanum.

Tagliafico (29) mun yfirgefa Ajax í sumar en franska félagið Lyon er eitt þeirra sem vill fá hann. Lyon missti af Tyrell Malacia sem er að ganga í raðir Manchester United.

Brighton er einnig á eftir Tagliafico og eitt lið frá Spáni en þessu greinir Fabrizio Romano frá á Twitter í dag. Hann er falur fyrir 6 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner