Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill hiti á N1 mótinu - Þróttur dró sitt lið úr leik
Frá N1 mótinu.
Frá N1 mótinu.
Mynd: N1
N1 mótið er einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins.
N1 mótið er einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins.
Mynd: N1 mótið
Það virðist hafa verið mikill hiti á N1 mótinu sem var að klárast. Til að mynda hefur verið mikið um það á samfélagsmiðlum um helgina að fólk sé að segja frá því að foreldrar hafi verið að haga sér illa á hliðarlínunni á Akureyri.

Um er að ræða eitt stærsta krakkafótboltamót sem haldið er á ári hverju hér á Íslandi.

Í dag fór sú saga á kreik að foreldrar drengja í Þrótti Reykjavík hefðu meinað börnum sínum að spila leik um fimmta sætið gegn FH. Var ástæðan sögð að lið FH-inga hefði verið svo gróft á mótinu.

Félagið tók ákvörðunina
Þróttarar ákváðu að senda frá sér yfirlýsingu vegna þessarar umræðu þar sem félagið útskýrir málið frá sinni hlið. Félagið tók ákvörðunina að draga sitt lið úr keppni, ekki foreldrarnir.

„Á mótinu sýndi lið framkomu sem á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins,” segir í yfirlýsingu Þróttara.

Þróttur segir að ábyrgðaraðilar hafi ekki gripið inn í og þess vegna hafi verið tekin ákvörðun um að senda liðið ekki til leiks.

„Við uppgjör mótsins vonar Þróttur að allir líti í eigin barm og teknir verði til endurskoðunar nokkrir lykilþættir sem brugðust á mótinu.”

Hægt er að sjá yfirlýsinguna frá Þrótti Reykjavík í heild sinni hér að neðan.

En miðað við samfélagsmiðla voru nokkur læti á þessu annars þessu skemmtilega móti, nokkur skemmd epli sem voru að hegða sér eins og fábjánar á hliðarlínunni. Það þarf að koma í veg fyrir að það gerist á svona mótum. Eins þarf að passa upp á að virðing sé sýnd inn á vellinum og þarf hún að vera til staðar bæði innan sem utan vallar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner