Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Valur fær að minnsta kosti 4 milljónir frá UEFA vegna EM
Icelandair
Elísa Viðarsdóttir spilar með Val
Elísa Viðarsdóttir spilar með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur greint frá því að sextán milljónum evra verður dreift á þær þjóðir sem taka þátt í Evrópumóti kvennalandsliða á Englandi í þessum mánuði.

Aldrei hefur upphæðin verið hærri á Evrópumóti kvenna en hann er tvöfalt hærri en á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Hollandi fyrir fimm árum.

Peningnum verður dreift á allar sextán þjóðirnar í lokamótinu og þá munu félög leikmanna einnig njóta góðs af vinningnum. UEFA mun dreifa 4,5 milljónum evra á félög leikmanna en hvert félag fær að minnsta kosti tíu þúsund evrur á leikmann.

Valur á þrjá fulltrúa í liðinu. Félögin fá greitt 500 evrur á dag á meðan leikmennirnir eru í burtu og þá eru taldir með fyrstu tíu dagarnir í undirbúningi fyrir mótið.

Valur fær því að minnsta kosti rúmar 4 milljónir fyrir þátttöku þeirra. Breiðablik fær 2,8 milljónir þar sem liðið á tvo fulltrúa en Alexandra Jóhannsdóttir var á láni frá Eintracht Frankfurt út júnímánuð og telst því ekki með.

Selfoss á einn fulltrúa í Sif Atladóttur og er því tryggt að Selfyssingar fái 10 þúsund evrur.

KSÍ fær 83 milljónir

Öll sextán knattspyrnusamböndin fá 600 þúsund evrur fyrir að komast á mótið eða um 83 milljónir króna.

Þá fær hver þjóð 100 þúsund evrur fyrir hvern sigurleik í mótinu og 50 þúsund evrur fyrir jafntefli. Þau lið sem komast í 8-liða úrslit fá svo 205 þúsund evrur ofan á það og aðrar 320 þúsund evrur fyrir að komast í undanúrslit.

Sigurvegari mótsins fær 660 þúsund evrur en liðið sem endar í öðru sæti fær 420 þúsund evrur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner