Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Fræddi landsliðsþjálfarann um skemmtilegt hugtak
Icelandair
EM KVK 2025
Frá æfingu Íslands í Sviss.
Frá æfingu Íslands í Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Austurrískur blaðamaður átti skemmtilega lokaspurningu á fréttamannafundi Íslands í Thun í gær. Tilefni fundarins var fyrsti leikur Íslands á EM gegn Finnlandi.

Spurði blaðamaðurinn einfaldlega hvort íslenska liðið væri farið að finna fyrir „the Spirit of Spiez," eins og það er kallað.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hafði ekki heyrt um þennan frasa áður.

„Ég hef aldrei heyrt um það, þú verður að segja okkur," sagði Þorsteinn við blaðamanninn sem útskýrði hvað hann átti við.

„Þýska landsliðið var í Spiez árið 1954 og þeir unnu mótið. Eftir mótið sagði þjálfarinn að það væri andinn í Spiez sem leiddi þá í gegnum mótið," sagði blaðamaðurinn þá.

The Spirit of Spiez er hugtak sem varð til þegar Vestur-Þýskaland varð heimsmeistari árið 1954. Liðið dvaldi þá á Hotel Belvédère í Spiez, sem er nálægt þeim stað þar sem íslenska landsliðið dvelur núna - við Thun vatn.

Þjóðverjar urðu afar ólíklegir meistarar og var talað um kraftaverkið í Bern er þeir lyftu bikarnum. Sepp Herberger, sem var þjálfari liðsins, skapaði ótrúlegan liðsanda og vináttu innan liðsins í Spiez og úr varð þessi frægi frasi sem segir frá „andanum í Spiez."

Þorsteinn sagðist svo vonast til þess að íslenska liðið myndi finna þennan anda, en það er vonandi!

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner