Daníel Freyr Kristjánsson er búinn að skrifa undir langtímasamning hjá danska félaginu FC Midtjylland.
Hann þykir gríðarlega efnilegur og gerði frábæra hluti á láni hjá Fredericia á síðustu leiktíð. Hann festi sig í sessi í byrjunarliðinu og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild. Á dögunum var hann lánaður aftur til Fredericia og mun því reyna fyrir sér í dönsku ofurdeildinni.
Daníel Freyr er 19 ára bakvörður, sem verður tvítugur eftir mánuð, og gerir hann fimm ára samning við Midtjylland, sem gildir til sumarsins 2030.
Daníel er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Íslands, með 35 keppnisleiki að baki. Hann er í dag mikilvægur hlekkur í U21 landsliðinu.
Jacob Larsen, yfirmaður fótboltamála hjá Midtjylland, segist vera gríðarlega ánægður með undirskriftina og tekur sérstaklega fram hversu fjölhæfur leikmaður Daníel sé þar sem hann getur bæði leikið í vörn og á miðju.
„Hann er með sterkan vinstri fót, er rólegur á boltanum og er með gott auga fyrir leiknum. Við erum mjög ánægðir að hafa samið við hann," sagði Larsen meðal annars.
Daníel sjálfur er mjög ánægður með nýja samninginn og segist vera spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi hjá Midtjylland. Hann vill vera partur af því í framtíðinni.
01.07.2025 06:00
Daníel Freyr spilar í dönsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili
Athugasemdir