Þýska goðsögnin Thomas Müller ætlar að halda fótboltaferli sínum áfram eftir að hafa runnið út á samningi hjá uppeldisfélaginu FC Bayern.
35 ára Müller var hjá Bayern í 25 ár, eða allt frá 10 ára aldri. Nú er komið að næsta skrefi á ferlinum.
Müller telur sig enn hafa margt að bjóða þrátt fyrir hækkandi aldur. Hann var í miklu varamannshlutverki á síðustu leiktíð hjá Bayern en tókst þrátt fyrir það að skora 8 mörk og gefa 8 stoðsendingar í 49 leikjum.
Hann hefur meðal annars verið orðaður við Napoli og fleiri félög í Evrópu í sumar en Sky í Þýskalandi segir að leikmaðurinn sé búinn að velja Bandaríkin sem næsta áfangastað.
Sky segir að Los Angeles FC, sem tók þátt í HM félagsliða og er með Hugo Lloris innan sinna raða, hafi mikinn áhuga á Muller ásamt öðru ónefndu félagi úr MLS deildinni.
Athugasemdir