Spænska félagið Atlético Madrid hefur unnið kapphlaupið um varnarmanninn Marc Pubill.
Hann kemur til félagsins fyrir 20 milljónir evra. Hann kemur úr röðum Almería sem heldur einnig 15% af endursöluvirði leikmannsins.
Atlético fór leynt með áhuga sinn á Pubill á meðan AC Milan og Wolves voru bæði sterklega orðuð við hann, en leikmaðurinn endaði á að semja við spænska stórveldið.
Pubill er 22 ára hægri bakvörður sem var einnig orðaður við Barcelona fyrr í sumar. Hann á 15 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og var partur af U23 liðinu sem vann Ólympíuleikana í fyrra.
Pubill mun berjast við Nahuel Molina um sæti í byrjunarliðinu undir stjórn DIego Simeone.
Agreement with UD Almería over the transfer of Spain U21 right-back Marc Pubill.
— Atlético de Madrid (@atletienglish) July 22, 2025
The Olympic champion will sign his new contract once he has passed his medical.
?? https://t.co/HRPBq4jRzX pic.twitter.com/jM1RTH4hty
Athugasemdir