Juventus er búið að festa kaup á portúgalska kantmanninum Francisco Conceicao sem lék á láni með liðinu á síðustu leiktíð.
Conceicao er 22 ára gamall og kom að 13 mörkum í 40 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Juve.
Juventus borgar rúmlega 30 milljónir evra til að kaupa Conceicao og fær að dreifa greiðslunum í fjóra hluta. Leikmaðurinn sjálfur samþykkti að fórna 2 milljónum af eigin undirskriftabónusi til að fá skiptin í gegn.
Conceicao, sem á 11 landsleiki að baki fyrir Portúgal, gerir fimm ára samning við ítalska stórveldið.
Juve endaði í fjórða sæti Serie A deildarinnar á síðustu leiktíð og tekur því þátt í Meistaradeildinni í haust.
Conceicao er fimmti lánsmaðurinn frá síðustu leiktíð sem Juve festir kaup á í sumar, eftir Nicolás González, Lloyd Kelly, Michele Di Gregorio og Pierre Kalulu. Þessir leikmenn kostuðu félagið samanlagt tæplega 120 milljónir evra.
Auk þeirra tókst Juventus að krækja í Jonathan David á frjálsri sölu frá Lille.
Félagið er búið að selja Nicoló Fagioli og Tarik Muharemovic fyrir rétt tæpar 20 milljónir evra samanlagt.
Athugasemdir