Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM félagsliða: Guirassy skaut Dortmund áfram
Mynd: EPA
Dortmund 2 - 1 Monterrey
1-0 Serhou Guirassy ('14 )
2-0 Serhou Guirassy ('24 )
2-1 German Berterame ('48 )

Dortmund og Monterrey frá Mexíkó mættust í síðasta leik 16-liða úrslitanna á HM félagsliða í nótt.

Serhou Guirassy kom Dortmund í góða stöðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Monterrey tók við sér í seinni hálfleik og German Berterame minnkaði muninn strax í fyrri hálfleik. Þeim tókst að koma boltanum aftur í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Sergio Ramos var nálægt því að jafna metin en hann skallaði rétt framhjá markinu. Nær komust þeir ekki og Dortmund fór með sigur af hólmi.
Athugasemdir
banner