Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumur Twana Khalid að dæma í efstu deild á Íslandi
Twana Kahlid Ahmad.
Twana Kahlid Ahmad.
Mynd: Aðsend
Írakinn Twana Khalid Ahmad hefur komið öflugur inn í dómgæsluna á Íslandi og segir hann Fréttablaðið að markmið sitt sé að dæma í efstu deild.

„Það var draumurinn að dæma í efstu deild í Írak og á alþjóðlegum vettvangi. Sökum þess að ég er Kúrdi þá var mér haldið frá alþjóðlegum verkefnum, en ég dæmdi hins vegar í efstu deild í Írak áður en ég fluttist þaðan," segir Ahmad.

Ahmad er með dómarapróf frá FIFA en fékk ekki að dæma í Þýskalandi þegar hann fluttist í flóttamannabúðir þangað fyrir fimm árum. Hann fékk það ekki þar sem hann talaði ekki þýsku.

Hér fær Ahmad, sem talar ensku og skilur íslensku að einhverju leyti, að dæma hjá fullorðnum en hann byrjaði að dæma hér á landi þökk sé Gunnari Jarli Jónssyni og Magnús Má Jónssyni, dómarastjóra KSÍ.

„Það er ekki hægt að bera saman hvernig það er að dæma í Írak og hér á landi. Bæði er umhverfið allt annað meðan á leiknum stendur og í kringum leikina. Það er mikill hiti í leikjunum í Írak og allir brjálaðir, alveg sama hvernig þú dæmir. Á Íslandi eru leikmenn og þjálfarar vingjarnlegir og gera athugasemdir við ákvarðanir þínar á mun hófstilltari hátt. Það eru svo dæmi þess að dómarar hafi verið líflátnir ef þeir hafa ekki dæmt ákveðnum liðum í hag."

Ahmad hefur verið að dæma í 3. og 4. deild karla, og einnig í 2. flokki. „Vonandi næ ég að sanna mig og færa mig upp um deildir sem fyrst. Ég ætla að taka þrekprófið fyrir næsta tímabil. Draumurinn er svo að dæma í efstu deild," segir hann.

Viðtalið í heild sinni má lesa hérna.

Sjá einnig:
Hælisleitandi dæmir leiki hjá íslenskum félögum



Athugasemdir