Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. ágúst 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla að bjóða Wiegman þriggja ára samning
Mynd: EPA

Enska knattspyrnusambandið ætlar að bjóða Sarina Wiegman landsliðsþjálfara þriggja ára samning til að halda áfram með kvennalandsliðið eftir frækinn sigur á Evrópumótinu.


England vann EM á heimavelli með 2-1 sigri gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum eftir að hafa rúllað upp öðrum hverjum andstæðing sínum í keppninni og unnið alla aðra leiki.

Wiegman tók til starfa síðasta september og það tók hana innan við ár að stýra landsliðinu til þessa sögulega titils sem er sá fyrsti sem enska kvennaliðið hampar í sögu sinni.

Wiegman, sem er hollensk, ætlar að taka sér nokkrar vikur í frí eftir sigurinn og mun svo setjast niður í samningsviðræður við knattspyrnusambandið.


Athugasemdir
banner
banner