Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. ágúst 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Leicester vill 60 milljónir punda fyrir Maddison
Powerade
James Maddison, leikmaður Leicester.
James Maddison, leikmaður Leicester.
Mynd: EPA
Schmeichel tekur flugið í Hreiðrið í Nice.
Schmeichel tekur flugið í Hreiðrið í Nice.
Mynd: EPA
Batshuayi til Everton?
Batshuayi til Everton?
Mynd: Getty Images
Vonandi er fólk að ná vopnum sínum eftir verslunarmannahelgina. Það er kominn slúðurtími. Cucurella, Maddison, Schmeichel, Jota, Werner, Gvardiol, Sarr, Diop og fleiri í hnausþykkum slúðurpakka.

Manchester City er að skoða aðra kosti en Marc Cucurella (25) þar sem félagið telur að verðmiði Brighton sé of hár. Chelsea skoðar möguleika á að fá spænska bakvörðinn. (BBC)

Leicester City hefur tjáð Newcastle United að félagið þurfi að borga 60 milljónir punda ef félagið vilji fá James Maddison (25). (Football Insider)

Kasper Schmeichel (35), markvörður Leicester og danska landsliðsins, er nálægt því að ganga í raðir franska félagsins Nice og mun gangast undir læknisskoðun um helgina. Hann hefur verið hjá Leicester í ellefu ár. (Mail)

Liverpool ætlar að verðlauna Diogo Jota (25) fyrir frammistöðu hans á síðasta tímabili með því að bjóða honum launahækkun. (Telegraph)

RB Leipzig leiðir baráttuna um þýska framherjann Timo Werner (26) hjá Chelsea en Juventus hefur líka áhuga á að fá hann. Chelsea gæti beðið Leipzig um að fá króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20) í skiptum. (Fabrizio Romano)

Red Bull Salzburg er tilbúið að taka við tilboðum í kringum 45 milljónir punda í slóvenska framherjann Benjamin Sesko (19). Manchester United, Chelsea og Newcastle hafa áhuga á að fá hann. (i Sport)

Manchester United hefur rætt við Tom Huddlestone (35), fyrrum miðumann Hull, um að taka að sér þjálfunarhlutverk hjá unglingaliði félagsins. (Telegraph)

Chelsea hafnaði tilboði frá Fulham í franska varnarmanninn Malang Sarr (23). Fulham hefur einnig gert tilboð í franska miðvörðinn Issa Diop (25) hjá West Ham. (Standard)

Napoli er í viðræðum við Chelsea um að fá spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (27) lánaðan. (Sky Sports)

Chelsea er nálægt því að krækja í bandaríska markvörðinn Gabriel Slonina (18) frá Chicago Fire. Hann verður hjá bandaríska liðinu á láni þar til í janúar. (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur boðið Brighton að fá enska miðvörðinn Levi Colwill (19) sem hluta af tilboði í Cucurella. (Standard)

Belgíski sóknarmaðurinn Michy Batshuayi (28) hjá Chelsea er opinn fyrir því að fara til Everton. (TalkSport)

Manchester United hyggst selja sex varnarmenn áður en glugganum verður lokað. (Mail)

Fólabeinsstrendingurinn Eric Bailly (28) hjá Manchester United hafnaði því að fara til Jose Mourinho hjá Roma, hann vill frekar fara til Sevilla. (Sun)

Bernd Leno (30), markvörður Arsenal, er að fara til Fulham en félögin náðu samkomulagi um 8 milljóna punda kaupverð. Fulham hefur samið við Þjóðverjann um kaup og kjör. (Guardian)

Fulham og Bournemouth vilja fá Nat Phillips (25), miðvörð Liverpool, en Liverpool vill fá yfir 10 milljónir punda fyrir hann. (Goal)

Folarin Balogun (21), sóknarmaður Arsenal, er nálægt því að vera lánaður til Reims. (Mail)

Alexis Sanchez (33), fyrrum sóknarleikmaður Manchester United og Arsenal, hefur rift samningi sínum við Inter og er því án félags. Marseille hefur áhuga. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner