Heil umferð fer fram í Lengjudeildinni í dag. Það er Andri Már Eggertsson, Nablinn sjálfur, sem ætlar að spá í umferðina.
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, var spámaður síðustu umferð og tókst einhvern veginn að vera með 0 rétta í sinni spá. Hrannar er annar spámaðurinn til að tikka í það box í sumar og fær að launum notaðan bíómiða.
Spurning hvort að Nablinn nái ekki að líma saman eins og eina rétta spá. Svona spáir hann leikjum kvöldsins:
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, var spámaður síðustu umferð og tókst einhvern veginn að vera með 0 rétta í sinni spá. Hrannar er annar spámaðurinn til að tikka í það box í sumar og fær að launum notaðan bíómiða.
Spurning hvort að Nablinn nái ekki að líma saman eins og eina rétta spá. Svona spáir hann leikjum kvöldsins:
Þór 0 - 3 Fjölnir (18:00)
Fjölnir mun fara norður og svara fyrir slæmt tap gegn Selfyssingum í síðustu umferð. Ég treysti því að Úlfur Arnar sjái sóma sinn í því að setja Bjarna Gunnarsson aftur í byrjunarliðið. Fjölnir vinnur 0-3 Máni Austmann gerir tvö og Bjarni eitt.
Grindavík 4 - 0 Vestri (18:00)
Minn maður Brynjar Björn Gunnarsson er tekinn við Grindavík. Vestri dró stutta stráið og lendir í Grindavík á ömurlegum tíma. Kristófer Konráðsson hefur ekki skorað í Lengjudeildinni og nú er komið að því. Stíflan brestur og Kristófer gerir þrennu, Dagur Örn Fjeldsted bætir síðan við fjórða markinu.
ÍA 2 - 1 Leiknir (19:15)
Þetta verður rosalegur leikur þar sem tvö heitustu liðin mætast. Gulir og glaðir munu fylgja eftir frábærum leik gegn UMFA. ÍA vinnur 2-1 þar sem Viktor Jónsson setur sigurmarkið.
Þróttur 0 - 2 Njarðvík (19:15)
Ég get ekki spáð öðru en að Njarðvík vinni. Ef ég rekst á Gunnar Heiðar í Eyjum um helgina þá vil ég ekki að hann snúi mig niður. Gísli Martin mun leggja upp bæði mörkin á Rafael Alexandre Romao Victor.
Selfoss 0 - 0 Ægir (19:15)
Ég trúi ekki öðru en þetta verði mesti sótti leikurinn í umferðinni. Einhverjir áhorfendur verða hins vegar fyrir vonbrigðum þegar leikurinn endar með markalausu jafntefli.
Afturelding 2 - 1 Grótta (19:15)
Þetta verður hörkuleikur. Ásgeir Marteinsson mun brjóta ísinn fyrir heimamenn en Aron Bjarki mun jafna með skallamarki.
Það verður síðan Jökull Jörvar Þórhallsson sem mun gera vafasamt mark sem fær að standa og aðeins guð getur séð fyrir hvernig Christopher Brazell, þjálfari Gróttu, muni bregðast við.
Fyrri spámenn:
Björn Axel Guðjónsson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Eggert Aron Guðmundsson (4 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson (0 réttir)
Hrannar Björn Steingrímsson (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir