Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 02. ágúst 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tryggvi Hrafn stoltur af bræðrum sínum - „Hálf súrrealískt"
Mynd: Lille
Mynd: Lille

Hákon Arnar Haraldsson gekk til liðs við Lille fyrir rúmum tveimur vikum síðan en kaupverðið er talið vera 17 milljónir evra. Bróðir hans, Haukur Andri Haraldsson fetaði í fótspor hans og fór til Lille nokkrum dögum síðar.


Tryggvi Hrafn Haraldsson bróðir þeirra leikur með Val í Bestu deildinni en Fótbolti.net ræddi við hann eftir leik Vals gegn KR á mánudaginn og spurði hann út í uppgang yngri bæðra sinna.

„Mér líst frábærlega á þetta. Maður er búinn að sjá hvernig þetta er, þetta er miklu hærra plan heldur en þeir eru vanir, meiri umgjörð og allt miklu stærra, sérstaklega fyrir þann yngri sem fer úr 1. deildarliði í alvöru atvinnumannaumhverfi. Það er hugsað almennilega um þá og þeir þurfa að vinna virkilega hörðum höndum til að ná árangri," sagði Tryggvi.

Hákon Arnar hefur skotist nokkuð hratt upp á stjörnuhimininn en hann gekk til liðs við FCK frá ÍA árið 2019 og hóf ferilinn í atvinnumennsku í unglingaliðinu. Hann byrjaði að spila með aðalliði félagsins árið 2021 og var með stórt hlutverk á síðustu leiktíð.

„Það er hálf súrrealískt. Þegar ég kem heim frá Svíþjóð er hann nýkominn upp í meistaraflokk, ég sá það strax hversu langt hann var kominn og ég hugsaði að hann yrði ekki lengi áfram og maður hugsaði líka: Heyrðu hann er orðinn miklu betri en ég strax," sagði Tryggvi.

„Svo er súrrealískt þegar hann skorar í fyrsta leiknum í FCK og svo fáránlegt að hann skorar í Meistaradeildinni og svo er hann kominn til Frakklands á engum tíma. Það er stórkostlegt að fylgjast með honum."

Hann er strax byrjaður að láta til sín taka með Lille en hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum.

„Hann byrjar ótrúlega vel. Hann þarf á vissan hátt að sanna þennan verðmiða sem mörgum finnst fáránlegur en ég hef fulla trú á honum og held hann muni blómstra," sagði Tryggvi.


Tryggvi Haralds: Mjög auðvelt að mótivera sig á móti KR vitandi þýðinguna
Athugasemdir
banner
banner
banner