Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. ágúst 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Loforðið sem Man Utd gaf Chido Obi-Martin
Chido Obi-Martin.
Chido Obi-Martin.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að ganga frá samningi við danska framherjann Chido Obi-Martin en hann er aðeins 16 ára gamall.

Hann kemur til Man Utd á frjálsri sölu frá Arsenal. Lundúnafélagið gerði allt til að halda honum en tókst ekki að sannfæra hann um að vera áfram. Hann er núna búinn að samþykkja samningstilboð frá Man Utd og er spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi þar.

Fabrizio Romano hefur verið að fjalla um þessi félagaskipti síðustu daga en hann sagði frá því að Ruud van Nistelrooy, sem er núna kominn í þjálfarateymi Man Utd, hafi spilað stórt hlutverk í því að sannfæra Obi. Van Nistelrooy er sjálfur fyrrum sóknarmaður United.

Þá hafi United kynnt Obi fyrir leið inn í byrjunarlið aðalliðsins og það hafi heillað hann mikið. Romano segir að 16 ára gamli strákurinn verði þriðji sóknarmaður Man Utd á komandi tímabili á eftir Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee.

Það er ljóst að þessi leikmaður býr yfir sérstökum hæfileikum þar sem hann er aðeins 16 ára.

Hann kom sér í fréttirnar á síðasta tímabili er hann skoraði 10 mörk í 14-3 sigri U16 ára liðs Arsenal á Liverpool. Þá skoraði hann 7 mörk fyrir U18 ára liðið gegn Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner