Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
banner
   fös 02. september 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic fær danskan miðjumann (Staðfest)

Celtic er búið að klófesta danska miðjumanninn Oliver Abildgaard á eins árs lánssamningi frá Rubin Kazan í Rússlandi.


Abildgaard er 26 ára gamall og níundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Celtic í sumar.

Hann á einn landsleik að baki fyrir Danmörku eftir að hafa spilað ellefu leiki fyrir U21 landsliðið.

Abildgaard lék fyrir Álaborg áður en hann var fenginn yfir til Rússlands. Hann á 62 leiki að baki fyrir Rubin Kazan.


Athugasemdir
banner
banner