
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, Dúna, styrktarþjálfari íslenska landsliðsins bryddar oft upp á allskonar fyndnum nýjunum í upphitunum liðsins á æfingum.
Í gær mátti sjá gamla leikmenn keppa við þá yngri í leik þar sem þurfti að bera boltann framhjá hinum á milli hjána, og hitta svo í gegnum kloppann á hinum og út á enda þar sem næsti leikmaður tók við.
Myndir af þessu má sjá hér að neðan en þær gömlu stóðu uppi sem sigurvegarar að þessu sinni.
Leikur Íslands og Hvíta Rússlands fer fram á Laugardalsvelli klukkan 17:30 í dag. Nóg er af miðum í boði og útlit fyrir frábært veður.
Smelltu hér til að fara í miðasöluna
Athugasemdir