
Brynjólfur Andersen Willumsson er í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2026. Fótbolti.net náði tali af honum á hóteli landsliðsins fyrr í dag.
Brynjólfur hefur farið með himinskautum í upphafi tímabils með Groningen í Hollandi. Framherjinn hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins.
„Þetta er mjög góð byrjun, það er allt að smella saman hjá mér og liðsfélögunum.“
„Undirbúningstímabilið var gott, ég var að skora mikið þar og fer með sjálfstraust inn í tímabilið. Ég er að fá traustið frá þjálfaranum og félaginu og hef verið meira inn á vellinum en í fyrra, þá gerast góðir hlutir.“
Brynjólfur Willumsson var kallaður inn í landsliðshópinn á dögunum eftir að Aron Einar þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
„Arnar hringdi í mig og lét mig vita að ég væri mættur inn í hópinn og ég var auðvitað mjög ánægður að vera mættur.“
Kom það á óvart að vera ekki í upprunalega hópnum?
„Þegar maður spilar vel þá býst maður við að vera hérna, en þegar maður er kominn hingað núna er maður ekkert að pæla í því hvort maður var í upprunalega hópnum eða ekki. Ég reyni að sýna mig og er tilbúinn að takast á við hlutverkið sem ég fæ.“
Viðtalið við Brynjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir