PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 02. september 2025 18:48
Kári Snorrason
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Icelandair
 Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er komið saman til æfinga fyrir komandi leiki við Aserbaídsjan og Frakkland. Um er að ræða fyrstu leikina í undankeppni HM 2026. Fótbolti.net náði tali af landsliðsmarkverðinum, Elíasi Rafni Ólafssyni fyrr í dag.

„Þetta leggst vel í mann, þetta er spennandi verkefni og við ætlum okkur alla leið.“

Elías Rafn er í samkeppni við Hákon Rafn um markvarðarstöðuna.

„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin.“

Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“

Elías er einnig í mikilli samkeppni hjá félagsliðinu sínu Midtjylland. Þar berst hann við fyrrum úrvalsdeildarmarkvörðinn Jonas Lössl um sæti í liðinu, en Elías hefur byrjað leiki liðsins upp á síðkastið.

„Það er ákveðin samkeppni þar. Það er mikilvægt fyrir mig að spila og koma inn og gera það vel.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner