Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 02. september 2025 18:48
Kári Snorrason
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Icelandair
 Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er komið saman til æfinga fyrir komandi leiki við Aserbaídsjan og Frakkland. Um er að ræða fyrstu leikina í undankeppni HM 2026. Fótbolti.net náði tali af landsliðsmarkverðinum, Elíasi Rafni Ólafssyni fyrr í dag.

„Þetta leggst vel í mann, þetta er spennandi verkefni og við ætlum okkur alla leið.“

Elías Rafn er í samkeppni við Hákon Rafn um markvarðarstöðuna.

„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin.“

Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“

Elías er einnig í mikilli samkeppni hjá félagsliðinu sínu Midtjylland. Þar berst hann við fyrrum úrvalsdeildarmarkvörðinn Jonas Lössl um sæti í liðinu, en Elías hefur byrjað leiki liðsins upp á síðkastið.

„Það er ákveðin samkeppni þar. Það er mikilvægt fyrir mig að spila og koma inn og gera það vel.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner