
Íslenska landsliðið er komið saman til æfinga fyrir komandi leiki við Aserbaídsjan og Frakkland. Um er að ræða fyrstu leikina í undankeppni HM 2026. Fótbolti.net náði tali af landsliðsmarkverðinum, Elíasi Rafni Ólafssyni fyrr í dag.
„Þetta leggst vel í mann, þetta er spennandi verkefni og við ætlum okkur alla leið.“
Elías Rafn er í samkeppni við Hákon Rafn um markvarðarstöðuna.
„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin.“
Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“
Elías er einnig í mikilli samkeppni hjá félagsliðinu sínu Midtjylland. Þar berst hann við fyrrum úrvalsdeildarmarkvörðinn Jonas Lössl um sæti í liðinu, en Elías hefur byrjað leiki liðsins upp á síðkastið.
„Það er ákveðin samkeppni þar. Það er mikilvægt fyrir mig að spila og koma inn og gera það vel.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir