Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 11:16
Kári Snorrason
Ensku liðin eyddu meira en hinar stóru fjórar deildirnar til samans
Isak gekk til liðs við Liverpool fyrir metfé.
Isak gekk til liðs við Liverpool fyrir metfé.
Mynd: EPA
Man Utd keypti Sesko á tæpar 74 milljónir punda.
Man Utd keypti Sesko á tæpar 74 milljónir punda.
Mynd: Man Utd
Félagaskiptaglugginn er nú loks lokaður og mikið var um að vera á lokasprettinum. Enska úrvalsdeildin setti nýtt met í leikmannakaupum.

Útgjöld ensku liðanna í glugganum voru hærri en heildareyðsla liða í Serie A, Bundesliga, La Liga og Ligue 1 til samans.

Fyrra met ensku úrvalsdeildarinnar stóð í tæpum 2,4 milljörðum punda en það var sett í sumarglugganum 2023.

Í sumar sló deildin það met en þá eyddu ensku liðin rúmum þremur milljörðum punda samanborið við 1,9 milljarða punda árið áður.

Liverpool fór himinskautum á félagskiptamarkaðnum í sumar. Nú þegar Isak-kaupin eru frágengin hefur Liverpool eytt 415 milljónum punda og bætir þar með 400 milljóna punda met Chelsea frá 2023.


Athugasemdir
banner
banner