Félagaskiptaglugginn er nú loks lokaður og mikið var um að vera á lokasprettinum. Enska úrvalsdeildin setti nýtt met í leikmannakaupum.
Útgjöld ensku liðanna í glugganum voru hærri en heildareyðsla liða í Serie A, Bundesliga, La Liga og Ligue 1 til samans.
Fyrra met ensku úrvalsdeildarinnar stóð í tæpum 2,4 milljörðum punda en það var sett í sumarglugganum 2023.
Í sumar sló deildin það met en þá eyddu ensku liðin rúmum þremur milljörðum punda samanborið við 1,9 milljarða punda árið áður.
Liverpool fór himinskautum á félagskiptamarkaðnum í sumar. Nú þegar Isak-kaupin eru frágengin hefur Liverpool eytt 415 milljónum punda og bætir þar með 400 milljóna punda met Chelsea frá 2023.
???? The Premier League spent more money this summer than Serie A, Bundesliga, La Liga and Ligue 1 combined. ????????
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 2, 2025
The Super League is already here. ???????????????????????????? pic.twitter.com/JW0U31bdzV
Athugasemdir