Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 13:19
Innkastið
Vendipunkturinn að taka Gylfa af velli - „Gríðarleg mistök hjá Sölva“
Gylfi og Stígur Diljan voru teknir af velli.
Gylfi og Stígur Diljan voru teknir af velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki yfir og manni fleiri tapaði Víkingur niður forystu gegn Breiðabliki þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildarinnar á sunnudag.

Í Innkastinu segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, að Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, hafi gert slæm mistök sem hafi orðið til þess að Víkingar misstu tökin.

„Stóra málið er þessi skipting Sölva á 70. mínútu þegar hann tekur einn besta mann leiksins, Gylfa Þór Sigurðsson, og Stíg (Diljan Þórðarson), sem var einnig búinn að vera frábær í leiknum, út af og setur Tarik og Erling Agnarsson inná," segir Valur.

„Víkingar voru með 100% tök á leiknum og Gylfi að stýra þessu eins og herforingi. Maður hafði á tilfinningunni að Blikar væru ekki að fara að gera neitt en þessi skipting breytir öllu. Þremur mínútum seinna eru Blikar búnir að jafna leikinn. Þetta eru gríðarleg mistök hjá Sölva. Mér fannst þessi skipting vendipunktur í leiknum."

„Ég heyrði í nokkrum stuðningsmönnum Víkings eftir leik sem voru brjálaðir yfir þessari ákvörðun Sölva. Einn fullyrti að Arnar Gunnlaugsson væri með svona sjö stiga forystu í þessu móti (ef hann væri með liðið)," segir Valur og Gunnlaugur Jónsson, sem var einnig í þættinum, tók undir að tvöfalda skiptingin hafi hjálpað Blikum.

„Ég er sammála því, það breytist allur taktur í Víkingsliðinu."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

Kannski var það feill
Gylfi og Stígur Diljan voru báðir á gulu spjaldi og Sölvi viðurkenndi eftir leik að það hafi verið ástæðan fyrir skiptingunni. Hann viðurkenndi einnig að mögulega hafi hann gert mistök.

„Það getur vel verið að það hafi verið rangt af mér að gera það. Þeir voru báðir flottir í leiknum, Gylfi var að finna sig þarna. Ég mat það bara þannig að þeir voru á gulu spjaldi og það er ákveðin áhætta. Kannski var það feill af mér að taka þá ákvörðun," sagði Sölvi í viðtali eftir leik.
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Athugasemdir
banner