Jarrell Quansah, varnarmaður Bayer Leverkusen, bætist í hóp enska landsliðsins eftir að Adam Wharton dró sig úr liðinu vegna nárameiðsla.
Quansah var hluti af fyrsta landsliðshópi Thomas Tuchel í mars sem mætti Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM, en varnarmaðurinn hefur enn ekki leikið sinn fyrsta landsleik.
Ruben Loftus-Cheek var einnig kallaður inn í liðið fyrr í dag vegna meiðsla Adam Wharton, miðjumanns Crystal Palace, sem meiddist á nára í 3-0 sigri Palace gegn Aston Villa um helgina.
Quansah er uppalinn hjá Liverpool og lék alls fékk hann 58 leiki fyrir liðið. Hann færði sig um set í sumar og gekk til liðs við Bayer Leverkusen.
Athugasemdir