
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Angel City þegar liðið lagði Bay FC í bandarísku deildinni í nótt.
Hún komst ekki á blað í 2-1 sigri en fékk nokkur tækifæri til þess. Undir lok fyrri hálfleiks átti varnarmaður Bay FC slæma sendingu til baka og Sveindís komst í boltann en skaut hárfínt framhjá markinu.
Hún komst ekki á blað í 2-1 sigri en fékk nokkur tækifæri til þess. Undir lok fyrri hálfleiks átti varnarmaður Bay FC slæma sendingu til baka og Sveindís komst í boltann en skaut hárfínt framhjá markinu.
Í uppbótatíma fyrri hálfleiks fékk hún boltann inn á teignum en skotið rétt yfir markið. Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 70. mínútu komst hún svo enn eina ferðina í færi en skotið í hliðarnetið. Sjö mínútum síðar kom sigurmarkið eftir hornspyrnu.
Þetta var annar sigur liðsins í röð en Angel City er með 23 stig eftir 18 umferðir í 9. sæti.
Athugasemdir