Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chilwell til Strasbourg (Staðfest)
Mynd: EPA
Ben Chilwell er genginn til liðs við Strasbourg í Frakklandi frá Chelsea. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Chilwell er 28 ára gamall vinstri bakvörður. Hann gekk til liðs við Chelsea frá Leicester fyrir 45 milljónir punda árið 2020. Hann náði sér ekki almennilega á skrið hjá Chelsea og var lánaður til Crystal Palace í febrúar.

Strasbourg er systrafélag Chelsea en félögin eru með sömu eigendur.

Það er ætlast til að hann verði einn af leiðtogum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner