Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 21. umferð - Algert augnakonfekt
Freyr Sigurðsson (Fram)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan ég hef séð hann svona góðan," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, í Innkastinu þegar rætt var um frammistöðu Freys Sigurðssonar, leikmanns Fram, í 2-1 sigri gegn Val.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Valur

„Freyr var stórkostlegur í kvöld. Undirbúningurinn í fyrsta markinu var algert augnakonfekt og svo skaut hann í hendina á Sigurði sem varð að víti," skrifaði Gunnar Bjartur Huginsson í skýrslu sinni um leikinn.

Freyr er 19 ára miðjumaður sem er Sterkasti leikmaður 21. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar. Hann átti magnaðan undirbúning að fyrra marki Fram, lyfti boltanum yfir andstæðing sinn á miðsvæðinu áður en hann sótti að marki, splundraði Valsliðinu og átti stoðsendingu á Simon Tibbling.

Hann krækti svo í vítaspyrnu sem Fram skoraði sigurmarkið úr en hér að neðan má sjá allt það helsta úr leiknum.

Stefán Pálsson, stuðningsmaður Fram, skrifar í umfjöllun á heimasíðu Fram að Freyr hafi verið langbestur Framara í leiknum.

„Tap í kvöld hefði endanlega fokkað upp tímabilinu. Sigur þýðir að við fáum hreinan úrslitaleik um sæti í efri hlutanum eftir hálfan mánuð. Sigurvegarinn mun hirða allt…!" skrifar Stefán en Fram er í sjötta sæti og mun mæta FH í lokaumferð fyrir tvískiptinguna.



Leikmenn umferðarinnar:
20. umferð - Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
19. umferð - Vicente Valor (ÍBV)
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 21 12 4 5 52 - 33 +19 40
2.    Víkingur R. 21 11 6 4 40 - 27 +13 39
3.    Stjarnan 21 11 4 6 41 - 34 +7 37
4.    Breiðablik 20 9 6 5 36 - 31 +5 33
5.    FH 21 8 5 8 39 - 33 +6 29
6.    Fram 21 8 4 9 30 - 29 +1 28
7.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
8.    Vestri 21 8 3 10 22 - 24 -2 27
9.    KA 21 7 5 9 25 - 38 -13 26
10.    KR 21 6 6 9 42 - 44 -2 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 20 5 1 14 20 - 42 -22 16
Athugasemdir
banner