Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 11:44
Kári Snorrason
KA mætir lettnesku meisturunum í Evrópukeppni unglingaliða
KA eru ríkjandi Íslandsmeistarar í 2. flokki.
KA eru ríkjandi Íslandsmeistarar í 2. flokki.
Mynd: Ellert Örn Erlingsson
U19 lið KA mætir FS Jelgava frá Lettlandi í fyrstu umferð í Evrópukeppni unglingaliða.

Fyrri leikur liðanna fer fram 17. september og sá síðari 1. október, leikið er heima og að heiman. Sigurvegari einvígisins mætir þá U19 liði PAOK frá Grikklandi.

KA varð Íslandsmeistari í 2. flokki á síðasta tímabili og er því fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni.

Í fyrra var það Stjarnan sem tók þátt fyrir Íslands hönd en liðið féll úr leik í fyrstu umferð gegn UC Dublin frá Írlandi.
Athugasemdir
banner
banner