„Afturelding spilar fína kafla oft en maður hefur ekkert sérstaklega mikla trú á að þeir vinni leikina," segir Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í Innkastinu.
Það eru rúmlega 70 dagar síðan Afturelding vann síðast sigur í Bestu deildinni en liðið er í fallsæti ásamt ÍA.
„Liðið nær ekki að herja á sigur. Þeir voru frábærir í fyrri hálfleik gegn Val, svo fer "mojoið“, menn virða litlir og hræddir. Ég tók viðtal við Magga (Magnús Má Einarsson þjálfara) eftir þann leik og þá talaði hann um að þeir væru að tapa leikjum gegn toppliðunum, en hvað með jafnteflin? Þú þarft að ná sigrum," segir Gunnlaugur Jónsson sem var sérstakur gestur í þættinum.
„Það er ekki nóg að eiga frábæra kafla og vera vel spilandi. Það er bara vond ára yfir úrslitum þessa liðs. Síðasti sigur liðsins var gegn ÍBV 23. júní. Það er allur júlí, það er allur ágúst og enginn sigur. Það er vond ára, það er svo mikilvægt að ná sigrum sem næra andann í klefanum. Æfingavikan er allt öðruvísi."
Það eru rúmlega 70 dagar síðan Afturelding vann síðast sigur í Bestu deildinni en liðið er í fallsæti ásamt ÍA.
„Liðið nær ekki að herja á sigur. Þeir voru frábærir í fyrri hálfleik gegn Val, svo fer "mojoið“, menn virða litlir og hræddir. Ég tók viðtal við Magga (Magnús Má Einarsson þjálfara) eftir þann leik og þá talaði hann um að þeir væru að tapa leikjum gegn toppliðunum, en hvað með jafnteflin? Þú þarft að ná sigrum," segir Gunnlaugur Jónsson sem var sérstakur gestur í þættinum.
„Það er ekki nóg að eiga frábæra kafla og vera vel spilandi. Það er bara vond ára yfir úrslitum þessa liðs. Síðasti sigur liðsins var gegn ÍBV 23. júní. Það er allur júlí, það er allur ágúst og enginn sigur. Það er vond ára, það er svo mikilvægt að ná sigrum sem næra andann í klefanum. Æfingavikan er allt öðruvísi."
Magnús Már talaði um það eftir síðasta leik að sér þætti halla á liðið í dómgæslunni.
„Það er oft þannig hjá þessum liðum sem eru ekki að ná úrslitum að það koma atriði sem falla ekki með þeim. Dómarinn með ranga ákvörðun en 'God dammit', þið verðið að horfa í eigin barm. Hugarfarið þarf að breytast," segir Gunnlaugur og kallar eftir því að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir sýni meira.
„Liðið mun vera í fallbaráttu allt til enda og margir búnir að spá þeim niður, en þetta er ekki búið. Þeir eiga Skagann í síðasta leik og svo byrjar biluð barátta. Þeir þurfa bara að finna lausnir og bræðurnir þurfa að stíga upp."
Athugasemdir