Manor Solomon er genginn til liðs við Villarreal á láni frá Tottenham út tímabilið.
Solomon er 26 ára gamall ísraelskur sóknarmaður en hann gekk til liðs við Tottenham árið 2023 frá Shakhtar Donetsk. Hann hefur aðeins spilað sex leiki fyrir liðið.
Hann var á láni hjá Leeds á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 41 leik og skoraði tíu mörk þegar liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni.
Crystal Palace var komið langt í viðræðum um leikmanninn en Sky Sports greinir frá því að félagið hafi hætt við á síðustu stundu.
Athugasemdir