Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Vann EM með Ronaldo en mætir í Laugardalinn eftir tíu leiki án sigurs
Icelandair
Aserbaídsjan hefur ekki unnið leik undir stjórn  Fernando Santos.
Aserbaídsjan hefur ekki unnið leik undir stjórn Fernando Santos.
Mynd: EPA
Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli á föstudag og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Um er að ræða fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni HM.

Margir ættu að kannast við þjálfara Asera en það er Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals.

Stærsta afrek Santos kom 2016 þegar hann stýrði portúgalska landsliðinu óvænt til sigurs á Evrópumótinu. Liðið, með Cristiano Ronaldo innanborðs, vann heimamenn í Frakklandi í úrslitaleiknum, eftir að hafa gert jafntefli gegn Íslandi í riðlakeppni mótsins.

Santos stýrði Portúgal til sigurs í Þjóðadeildinni 2019 en hann hefur einnig stýrt landsliðum Grikklands og Póllands auk ýmissa félagsliða.

Hann hefur stýrt Aserum í tíu leikjum síðan hann tók við liðinu sumarið 2024 en enginn þeirra hefur unnist. Liðið hefur gert markalaus jafntefli gegn Eistlandi og Lettlandi en tapað hinum leikjnum undir hans stjórn.

Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti.
Hvernig fer Ísland - Aserbaídsjan á föstudag?
Athugasemdir