Nottingham Forest vann mjög hröðum höndum undir lok félagaskiptagluggans en félagið nældi í Oleksandr Zinchenko á láni frá Arsenal á síðustu stundu.
Félög gátu sótt um undanþágu rétt áður en glugginn lokaði um að klára félagaskipti eftir að glugginn lokar. Forest gerði það eftir að félaginu mistókst að næla í Javi Galan frá Atletico Madrid.
Zinchenko var einn af mörgum leikmönnum Arsenal sem félagið var tilbúið að losa sig við í sumar.
Nottingham Forest festi einnig kaup á Dilane Bakwa, 23 ára gömlum frönskum vængmanni frá Strasbourg, í kvöld.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir