Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Uche til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Crystal Palace
Christantus Uche gekk til liðs við Crystal Palace í gærkvöldi á láni frá Getafe.

Uche er 22 ára gamall Nígerískur sóknarmaður en hann er sagður vera eftirmaður Eberechi Eze sem gekk til liðs við Arsenal í sumar.

Sky Sports greindi frá því að skiptin töfðust þar sem það var nóg að gera hjá Palace. Það var mikið fjaðrafok í kringum Marc Guehi sem var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool en Palace hætti við skiptin á síðustu stundu.

Þá var Igor Julio í læknisskoðun hjá félaginu en hann hætti við á síðustu stundu og gekk til liðs við West Ham.
Athugasemdir
banner