Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal lánar Nelson til Brentford (Staðfest)
Mynd: Brentford
Reiss Nelson er genginn til liðs við Brentford á láni frá Arsenal. Brentford hefur einnig möguleika á því að kaupa hann.

Nelson er 25 ára gamall vængmaður sem er uppalinn hjá Arsenal. Hann var á láni hjá Fulham á síðustu leiktíð þar sem hann kom við sögu í 12 leikjum og skoraði tvö mörk en meiðsli settu strik í reikninginn.

„Reiss er með hæfileika sem kemur sér vel miðað við leikmennina sem við erum með nú þegar. Hann rekur boltann mikið og líður mjög vel með boltann í fótunum," sagði Keith Andrews, stjóri Brentford.

„Ég kann að meta reynsluna hans í úrvalsdeildinni og aldurinn. Hann er á frábærum aldri og hann hefur sýnt mikla löngun að koma hingað þar sem það hefur verið mikill áhugi á honum."

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir
banner